Stemmning hjá Kaupþingi í Reykjanesbæ á Ljósanótt
Kaupþing bauð til skemmtunar í útibúi bankans í Reykjanesbæ í dag og mætti þangað fjölmenni. Meðal þess sem boðið var upp á var atriði frá Söngskóla Maríu Bjarkar. Þá voru eftirhermur, grín og töfrabrögð eins og Björgvini Franz er einum lagið. Að því loknu var pollapönk.
Í tilefni dagsins var öllum boðið upp á vöfflur og börnin fengu sælgæti og blöðrur. Þá fengu þau börn sem vildu aldlitsmálningu í dag.
Mynd: Páll Ketilsson
.