Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stemmning á Þorláksmessu
Laugardagur 25. desember 2010 kl. 14:48

Stemmning á Þorláksmessu

Það var skemmtileg jólastemmning á Hafnargötunni í Keflavík á Þorláksmessu. Skyrgámur og jólasveinarnir, bræður hans mættu í bæinn og gáfu börnunum nammi frá Betri bæ og jólahljómsveitin lék jólalög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kaupmenn afgreiddu viðskiptavini en margir hafa þann sið að kaupa allar jólagjafir á Þorláksmessu. Jólaverslun var víða ágæt en þó heyrðust oftar raddir fyrir þessi jól að hún hafi verið minni en oft áður. Er ástandinu m.a. kennt um en einnig utanferðum fólks til Boston og annarra borga.