Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stemmning á Metabolic-leikum
Þriðjudagur 29. maí 2012 kl. 10:26

Stemmning á Metabolic-leikum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á dögunum voru haldnir fyrstu Metabolic Leikarnir en Metabolic eru hópaþrektímar hannaðir af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem hafa algjörlega slegið í gegn í vetur í Reykjanesbæ og Grindavík. Keppt var í liðakeppni, 4 saman í liði. 14 lið tóku þátt og komu þau frá öllum svæðum sem Metabolic er æft, þ.e. Reykjanesbæ, Grindavík, Álftanesi, Akureyri og Vestmannaeyjum.

Gríðarleg stemmning myndaðist á Leikunum en liðin tóku öll búningaþemað mjög alvarlega eins og myndirnar sína. Metabolic-meistararnir komu úr Reykjanesbæ en það var liðið 118 skipað þeim Pétri Óla Péturssyni, Gunnari Ellert Geirssyni, Gísla Lárussyni og Sigurði Kára Guðnasyni. Fleiri myndir má finna á www.facebook.com/styrktarthjalfun