Föstudagur 13. mars 2015 kl. 11:06
Stelpurnar í Íslandsbanka með mottu
Stelpurnar í útibúi Íslandsbanka í Reykjanesbæ brostu sínu breiðasta í morgun, eins og alla aðra daga. Í morgun mættu þær hins vegar allar með mottu í vinnuna í tilefni dagsins.
Nú stendur mottumars sem hæst en motturnar hjá Íslandsbankafólkinu voru í formi þverslaufu.