Stelpukvöld hjá Flott án fíknar
Stelpurnar í Flott án fíknar klúbbnum í Akurskóla skipulögðu stelpukvöld.
Stelpurnar í Flott án fíknar klúbbnum í Akurskóla skipulögðu stelpukvöld sem haldið var í fyrrakvöld. Í boði var að baka hafraklatta, naglalakka sig og aðra, setja á sig maska, Singstar, dansa eftir wii tölvu og margt fleira.
Eins og Víkurfréttir hafa áður greint frá er Flott án fíknar félagsskapur sem hefur það að markmiði að hittast og lifa saman heilbrigðu lífi. Nemendur á unglingastigi geta skráð sig í klúbbinn og skrifað undir samning þess efnis að þau muni ekki reykja eða neyta vímuefna og í staðinn fá þau umbun í formi viðburða þar sem hist er tvisvar í mánuði og svo lokaferð á vorin.
Að sögn klúbbmeðlima er ávallt gaman þegar hópurinn kemur saman og frábært að sjá gleðina og kærleikann í stelpunum.
Á meðfylgjandi myndum má sjá maskana sem stúlkurnar bjuggu til m.a. úr haframjöli, hunangi, olíu og fleira.
Mikil tilhlökkun er með að vera með strákakvöldið í febrúar og setja maska á þá.