Stekkjastaur var á Salthúsinu í gær
Börnin á jólahlaðborði Salthússins í Grindavík höfðu ærna ástæðu til að gleðjast í gær enda kom fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, færandi hendi. Stekkjastaur lumaði á ýmsu góðgæti í poka sem hann færði þægu börnunum áður en hann hélt af stað til að setja í skóinn. Blaðamaður Víkurfrétta var staddur á fjölskyldujólahlaðborði Salthússins og smellti af nokkrum myndum. Óhætt er að mæla með hlaðborðinu sem var afar vel heppnað.
Myndir/EJS Nokia N8