Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Steintröll og steypukarlar í Steinási
Þriðjudagur 23. mars 2004 kl. 18:25

Steintröll og steypukarlar í Steinási

Steintröllin stóðu staðföst ofan við Steinás á Fitjum og fylgdust spennt með steypuvinnunni sem þar var unnið við í dag. Strákarnir stóðu þétt saman á þakinu stjórnuðu stútnum með steypubununni sem sprautaðist af miklu afli úr steypudælubílnum. Þegar steypan svo þornar koma smiðirnir og halda smíðavinnunni áfram og fyrr en varir hafa smekkleg húsin í Steinási tekið á sig endanlega mynd.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024