Steinnökkvi sem strandaði í Vogavík fyrir 70 árum
Steinnökkvi sem strandaði í Vogavík fyrir rúmum 70 árum vekur athygli þar sem hann stendur í víkinni eftir að hafa slitnað frá í drætti til landsins. Hann var notaður í flotbryggjur við innrás bandamanna í Normandy 1944.
Íslandsbersi (Óskar Halldórsson) var hugmyndaríkur athafnamaður en hann festi kaup á mörgum stórum steinkerjum sem hann seldi á Norðurlöndum til hafnargerðar og voru notuð í hafnargerð í Keflavík, Hafnarfirði og Skagarfirði. Auk þessara steinkerja keypti hann nokkra svona steinnökkva sem voru notaðir í sama tilgangi.
Ljósmynd og texti: Einar Guðberg.