Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Steini og Lolla skemmta í Hljómahöll
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson
Mánudagur 21. júlí 2014 kl. 16:00

Steini og Lolla skemmta í Hljómahöll

Leikararnir og grínistarnir Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson munu ferðast um nágrannabæi Reykjavíkur og á Stór-Reykjavíkursvæðinu í sumar og skemmta bæjarbúum. Á fimmtudaginn kemur verða þau í Reykjanesbæ og skemmta í Hljómahöllinni.

Dagskráin samanstendur af uppistandi, upplestri, leikþáttum, tónlist, gríni og glensi og svo verður skellt í bingó inn á milli því um leið og fólk kaupir sig inn fær það bingóspjald í kaupbæti og þar með möguleika á vinningi. Hefst kvöldið klukkan 21:00 en miða má nálgast á miði.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024