Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Steini Fjall sýnir í Saltfisksetrinu
Föstudagur 14. september 2007 kl. 14:52

Steini Fjall sýnir í Saltfisksetrinu

Sigursteinn Baldursson (Steini Fjall) mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í Listasal Saltfisksetursins kl 14:00 laugardaginn 15.september. Sýningin stendur til 15. október.

Sigursteinn hefur sérhæft sig í 360 gráðu ljósmyndun, myndir sem kallaðar eru Kúlumyndir. Fyrirtækið Bárusteinn ehf. rekur Kúlumyndir sem hafa verið að mynda fyrir hótel, veitingarhús, verslanir og ferðaþjónustuaðila.

Sigursteinn hefur frá barnsaldri ferðast vítt og breitt um landið og snemma vaknaði ljósmyndaáhugi hans og þá sérstaklega myndun norðurljósanna.

Myndirnar sem verða á sýningu Steina Fjalls er afrakstur síðastliðna tveggja ára. Hann mun meðal annars sýna kúlumyndir sem hann tók af norðurljósunum, og eru fyrstar og jafnframt einu sinnar tegundar.
Sigursteinn Baldursson er sjálfmenntaður ljósmyndari. Hann hefur tileinkað sér tækni sem er alveg ný og hefur jafnframt þróað sínar aðferðir og skrifað sínar eigin viðbætur, sérstaklega til að mynda norðurljósin.

Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00 – 18.00.

 

Af vef Grindavíkurbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024