Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Steingerður spilar gullaldartónlist fyrir þroskað fólk á öllum aldri
Föstudagur 22. október 2010 kl. 16:33

Steingerður spilar gullaldartónlist fyrir þroskað fólk á öllum aldri

Nýverið komu saman fjórir gamalreyndir félagar í söng- og hljóðfæraleik til að telja í gamla slagara frá bítlatímabilinu. Hljómsveitina, sem heitir Steingerður, skipa Haraldur Gunnlaugsson á gítar, Haukur Hafsteinsson á gítar, hljómborð og slagverk, Sólmundur Friðriksson á bassa og Trausti Jónsson á trommur. Söng og röddunum skipta þeir félagar svo á milli sín.


Markmið Steingerðar er að lýsa upp skammdegisdrungann á krepputíð með að spila undir dansi fyrir þroskað fólk á öllum aldri. Eins og fyrr segir er bítlatímabilið þeim félögum hugleikið, þó þeir séu ekki af hinni eiginlegu bítlakynslóð, en þeir eru flestir fæddir á starfstíma Bítlanna og byrjuðu því á unga aldri að svolgra í sig tónlist 7. áratugarins. Hafa þeir dregið fram í dagsljósið marga góðar perlur frá umræddu tímabili með hljómsveitum eins og Hollies, Tremeloes, Dave Clark Five, Shadows og að sjálfsögðu hinum alþekktu Bítlum og Stones, svo eitthvað sé nefnt. Einnig spilar Steingerður valin íslensk lög frá umræddu tímabili. Á efnisskrána hefur einnig verið lætt völdum gæðalögum 6. og 8. áratugnum. Þeir félagar hafa einsett sér að spila skemmtilega tónlist frá umræddu tímabili og helst lög sem hafa verið lítið spiluð á böllum en voru vinsæl á sínum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Um næstu helgi (22. og 23. október) mun Steingerður spila á Ránni í Keflavík á föstudags- og laugardagskvöld.