Steinar Þór nýr formaður Þorbjarnar
Gaf einn kost á sér.
Steinar Þór Kristinsson gaf einn kost á sér í stöðu formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á aðalfundi sveitarinnar 1. maí. Var hann kjörinn við mikið lófaklapp. Bogi Adolfsson fráfarandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa starfað sem formaður síðan árið 2005. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.
Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum:
Aðalfundur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og Björgunarbátasjóðs Grindavíkur haldin 1. maí 2014 vill koma á framfæri miklu þakklæti til Boga Adolfssonar fráfarandi formanns. Bogi hefur starfað sem formaður óslitið í 9 ár og eru honum og fjölskyldu hans færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf til margra ára.