Stefnir til Danmerkur í frekara nám
-Perla Sóley er FS-ingur vikunnar
Hún sá síðast hryllingsmynd í bíó en uppáhaldsfagið hennar er hjúkrunarfræði.
Njarðvíkingurinn Perla Sóley segir helsta kostinn sinn vera þann að hún er alltaf hún sjálf. Perla er nemandi á sjúkraliðabraut og fékk nafnbótina FS-ingur vikunnar.
Hvað heitirðu fullu nafni?
Perla Sóley Arinbjörnsdóttir.
Á hvaða braut ertu?
Sjúkraliðabraut.
Hvaðan ertu?
Njarðvík.
Hver er helsti kosur FS?
Félagslífið.
Hver eru áhugamálin þín?
Söngur.
Hvað hræðistu mest?
Að missa ástvin.
Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Helgi Líndal á eftir að gera stóra hluti á sínu sviði.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Ísak John Hill fær mig alltaf til þess að hlæja.
Hvað sástu síðast í bíó?
Hryllingsmyndina Us.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Orkudrykki.
Hver er helsti gallinn þinn?
Á það til að fresta hlutum.
Hver er helsti kostur þinn?
Ég er bara alltaf ég sjálf.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat, Spotify og YouTube.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi breyta mætingarkerfinu.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk felur sig ekki á bak við einhverja grímu og er bara það sjálft.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Bara mjög gott.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ég ætla til Danmerkur eftir stúdent að læra þar.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Fólkið.
Uppáhalds...
...kennari? Ása Einarsdóttir.
...skólafag? Hjúkrun.
...sjónvarpsþættir? Gray’s anatomy.
...kvikmynd? Breakfast at Tiffanys.
...hljómsveit? Er alæta á tónlist.
...leikari? Julia Roberts.
Umsjón: Jón Ragnar Magnússon