Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stefnir í stórdansleik með Sálinni í Offanum í kvöld
Sunnudagur 12. apríl 2009 kl. 16:10

Stefnir í stórdansleik með Sálinni í Offanum í kvöld

Það stefnir í stórdansleik í Offanum í kvöld en 200 miðar hafa þegar selst í forsölu á dansleik með Sálinni hans Jóns míns

 
Sætaferðir verða í boði fyrir Sálarballið og fara rútur ( athugið fleirtöluna ) frá BSÍ, Reykjavík klukkan 23:00 páskadagskvöld sem lenda í Officera Klúbbnum um miðnætti þega húsið opnar. Rúturnar leggja svo af stað í bæinn skömmu eftir að dansleik líkur.
 
Ekki hefur verið boðið uppá sætaferðir á Sveitaböll utan höfuðborgarinnar í háa herranns tíð og verður þetta kærkomin þjónusta við dansþyrsta gesti. Miðaverð í sætaferðirnar eru 2000 krónur í mann fyrir báðar leiðir.

Eftir frábæra opnunarveislu í síðustu viku, blæs Officera klúbburinn á Keflavíkurflugvelli enn og aftur til stórveislu. Nú er það vinsælasta ballhljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns, sem spilar í klúbbnum. Sálin hefur verið í miðsvetrarfríi síðustu mánuði en þeir ætla nú að telja í og taka nettan túr um landið og að sjálfsögðu með viðkomu í bítlabænum. Það verður á miðnætti sjálfan páskadag sem Jens Hansson og félagar ætla að blása í lúðra, lemja á húðir, slá á strengi og þenja raddbönd. Síðustu böll þeirra félaga suður með sjó hafa verið vægast sagt gríðarlega vel heppnuð og er ekki von á verri stemningu í þetta skiptið. Skemmtanalögreglan í Reykjanesbæ, Dj Atli, hitar upp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024