Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stefnir í metþátttöku í kvennahlaupi
Föstudagur 6. júní 2008 kl. 11:22

Stefnir í metþátttöku í kvennahlaupi

Allt stefnir í góða þátttöku í kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvá sem fer fram á laugardaginn. Í Reykjanesbæ hafa þegar skráð sig á annað hundrað konur og stefnir í met þátttöku.
 
Boðið er uppá þrjár vegalengdir 2 - 3,5 og 7 km til að ganga og hlaupa.
Farið verður frá Sundmiðstöðinni kl.11:00. Forskráning í Sundmiðstöðinni er í dag milli 17:00 og 19:00.
 
Þess má geta að einnig er hlaupið í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum.
Frekari upplýsingar á www.sjova.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024