Stefnir á lögguna
-Gunnhildur Stella er FS-ingur vikunnar.
FS-ingur: Gunnhildur Stella Líndal.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er nítján ára og er frá Keflavík.
Helsti kostur FS?
Ég myndi segja félagslífið.
Hver eru þín áhugamál?
Að ferðast innanlands og utanlands.
Hvað hræðist þú mest?
Köngulær.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ætli það sé ekki bara hún Aníta Lind fyrir sína fótboltahæfileika.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Linda Lucia.
Hvaða mynd sástu seinast í bíó?
Guð það man ég ekki, það er svo langt síðan ég fór í bíó.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ekkert held ég, ég kaupi voða lítið þar.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er jákvæð og geri það sem ég ætla mér.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Mætingareglunum.
Hvað heillar þig mest í fari fólks?
Húmor og góðmennska.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mjög gott bara.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Ég stefni á lögguna eins og er.
Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Hvað flest allir þekkjast.
Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall?
Ég myndi kaupa mér lítinn bragðaref.
Eftirlætis...
...kennari: Anna Taylor.
...mottó: Just do it.
...sjónvarpsþættir: 13 Reasons Why og Orange Is the New Black.
...hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé.
...leikari: Jennifer Aniston.
...hlutur: Síminn minn.