Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Stefnir á kvikmyndaleikstjórn
Sunnudagur 19. nóvember 2017 kl. 06:00

Stefnir á kvikmyndaleikstjórn

-Árni Þór Guðjónsson er grunnskólanemi vikunnar

Grunnskólanemi:
Árni Þór Guðjónsson.

Í hvaða skóla ertu?
Holtaskóla.

Public deli
Public deli

Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru kvikmyndagerð og körfubolti.

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall?
Ég er 15 ára og er í 10. bekk.

Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla?
Mér finnst félagsskapurinn og maturinn algjör snilld!

Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
Ég stefni auðvitað á það að fara í framhaldsskóla. Helst einhvern í bænum.

Ertu að æfa eitthvað?
Já, ég æfi körfubolta með Keflavík.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Að taka upp myndbönd og klippa, vera með vinum mínum og spila körfubolta.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Að svara þessari spurningu er svakalega erfitt en það leiðinlegasta er örugglega að bíða í mjög langri röð.

Hvað myndirðu kaupa þér fyrir þúsund kall?
Ég myndi örugglega setja hann í bauk og safna mér fyrir einhverju stóru en ef ég fengi 1.000 kr til að eyða myndi ég pottþétt kaupa mér eitthvað að borða.

Án hvaða hlutar geturðu ekki verið?
Held það yrði frekar mikill skellur að hafa engin föt til að klæða sig í!

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Ég er búinn að setja mér það markmið að verða kvikmyndaleikstjóri.

Uppáhalds matur: Lasagnað sem mamma gerir, klárlega.
Uppáhalds tónlistarmaður: Á eiginlega bara uppáhalds hljómsveit og það er The Cure.
Uppáhalds app: Youtube.
Uppáhalds hlutur: Myndavélin mín.
Uppáhalds þáttur: Hef aldrei náð að velja einn þannig það eru nokkrir, Breaking Bad, The Walking Dead, How I Met Your Mother, Seinfeld og Friends.