Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stefán og Vitinn í myndbandi Inspired by Iceland
Stefán í atriðini í myndbandinu.
Miðvikudagur 22. október 2014 kl. 13:52

Stefán og Vitinn í myndbandi Inspired by Iceland

Staðir dregnir fram sem hafa vakið athygli gesta.

Stefáni Sigurðssyni, veitingamanni á Vitanum í Sandgerði, bregður fyrir í nýjasta myndbandi Ispired by Iceland. Myndbandið, sem er hluti af nýjum áfanga vetrarherferðar markaðsverkefnisins Ísland - allt árið,  hefur vakið mikla athygli og verið dreift víða.

Gerð myndbandsins hefur einnig vakið mikla athygli en 100 þúsund aðdáendur Íslands settu saman ferðaáætlun fyrir einn heppinn ferðamann sem valinn úr hópi um 4500 umsækjenda síðastliðinn vetur. Ferðamaðurinn heppni er Jennifer Asmundson, matreiðslumeistari frá Bandaríkjunum, en hún er af íslensku bergi brotin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Herferðin byggir á því að nýta staðbundna þekkingu Íslendinga og hið glögga auga erlendra gesta til að benda á að Ísland búi yfir fjölda ýmis konar ævintýra um land allt til viðbótar við þau sem þegar eru hvað þekktust, og hafa ef til vill ekki enn komist á kortið hjá erlendum ferðamönnum.

Hér er myndbandið: