Stefán Karl hélt erindi í FS
Stefán Karl Stefánsson, leikari og driffjöður Regnbogabarna, heimsótti Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum og ræddi þar um einelti.
Stefán ræddi um einelti og afleiðingar þess, reynslu sína og nauðsyn þess að taka tillit til hvers annars. Einnig fjallaði Stefán um sjálfsmyndina sem oft er skekkt, bæði hjá þeim sem þurfa að þola einelti og þeim sem beita aðra ofbeldi.
Stefán Karl fór á kostum og vakti mikla lukku með heimsókn sinni.
www.fss.is