Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stebbi og Eyfi fylltu Tvo vita
Miðvikudagur 21. mars 2012 kl. 10:04

Stebbi og Eyfi fylltu Tvo vita

Þeir félagar Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eða Stebbi og Eyfi, eins og þeir kalla sig öllu jafna, sendu frá sér geisladiskinn „Fleiri notalegar ábreiður“ fyrir síðustu jól og eru nú á tónleikaferð um Ísland til að kynna diskinn fyrir landsmönnum ásamt því að flytja margar af perlum dægurlagasögunnar, sem þeir hafa sungið í gegnum tíðina. Má þar nefna lög eins og „Hjá þér“, „Okkar nótt“, „Líf“, „Undir þínum áhrifum“, „Álfheiður Björk“, „Ég lifi í draumi“, „Dagar“, „Danska lagið“, „Góða ferð“, „Þín innsta þrá“, „Draumur um Nínu“ o.m.fl. Þeir munu einnig tala við áhorfendur á léttum nótum og skjóta að óborganlegum sögum úr bransanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir félagar voru á Tveimur vitum á  Byggðasafninu Garðskagavita í gærkvöldi þar sem var húsfyllir. Þeir verða svo á Kaffi Duus í  Keflavík í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20.30 og standa yfir í rúma tvo klukkutíma.



Húsfyllir var á Tveimur vitum á Garðskaga í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi