Stattu með sjálfum þér!
Kannast þú við að horfa neikvæðum augum á þig og lífið, finnast hver dagur öðrum þyngri og hafa litla trú á eigin getu ?
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fer nú af stað í áttunda sinn með Geðræktarskólann. Í skólanum er lögð er áhersla á að hver einstaklingur læri að þekkja styrkleika sína og nýta þá hæfileika sem hann býr yfir, úti í samfélaginu sem og í einkalífi. Sérstök áhersla er lögð á að auka sjálfstraust og félagsfærni og efla einstaklinga til að standa með sjálfum sér og hafa trú á eigin getu. Töluverður hópur fólks hefur nú þegar lokið Geðræktarskólanum og hann verið mörgum stökkpallur til frekari virkni.
Sterk sjálfsmynd og jákvætt hugarfar getur hjálpað fólki að takast á við erfiðleika.
Vantrú á eigin getu er ein helsta hindrun í að fólk nái árangri
Ekki láta neikvæða sjálfsmynd koma í veg fyrir að þú gerir það sem þú getur, taktu skrefið fáðu kjark og þor til að láta drauma þína rætast. Geðræktarskólinn hefst næst í lok október og er að þessu sinni í fimm vikur, fjóra daga vikunnar í tvo tíma í senn. Frekari upplýsingar um skólann má finna á www.bjorgin.is og skráning er á unnur@björgin.is eða í síma 4216744.
„Geðræktarskólinn hefur gefið mér nýja sýn á sjálfa mig, ég hef áttað mig á að ég bý yfir hæfileikum sem ég vissi ekki af. Nú veit ég að ég get það sem ég ætla mér. Frábær fræðsla, góð sjálfsefling og æðislegur félagsskapur. – Þú getur allt sem þú villt!,“ segir Berglind JúlíaValsdóttir.
Efri myndin: Útskriftarhópur haustið 2010 ásamt Unni Svövu Sverrisdóttur umsjónarmanni skólans og Ingibjörgu Þ. Ólafsdóttur fyrrum starfsmanni MSS.
Neðri myndin: Berglind JúlíaValsdóttir.