Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfskynning: Enginn dagur eins
Fimmtudagur 22. maí 2008 kl. 11:37

Starfskynning: Enginn dagur eins

Nemendur við Njarðvíkurskóla hafa síðustu tvo daga verið í starfskynningu hjá Víkurfréttum. Félagarnir Atli Ragnarsson, Óli Alexandersson og Kristinn Sædal hafa unnið að hinum ýmsu verkefnum hjá Víkurfréttum og hér að neðan sjáum við ávöxt þeirrar vinnu:
 
Nemendur í Njarðvíkurskóla komu í starfskynningu 22. maí. Þeir fóru og tóku viðtal við Láru skólastjóra Njarðvíkurskóla og Odd Pétursson nemanda í 9. bekk Njarðvíkurskóla.
 
Oddur Birnir Pétursson, nemendur
 
Hvað er uppáhalds námsgreinin, afhverju ? Íþróttir og af því þetta er íþróttir.
 
Hvað er leiðinlegasta námsgreininn, afhverju? Stærðfræði, af því ég er glataður í því.
 
Á hvað stefnir á í framtíðinni ? Ég stefni á að komast eitthvert út í körfubolta.
 
Hvað á að gera í sumar ? Fara í kkí æfingarbúðirnar og svo verð ég á fullu með u-15 landsliðinu.
 
Hvað finnst þér um teymaskpitinguna ? Hef bara ekkert álit á því.
 
Guðmunda Lára, skólastjóri
 
Hvenær tókstu við starfinu? Fyrir 4 árum. Árið 2004.
 
Á hvað leggur þú mest áherslu á að bæta í skólakerfinu? Það fellst í einkunnarorði skólans menntun og mannrækt. Það er að nemendur nái námsárangri og að öllum líði vel í skólanum.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Það er svo lifandi, það er aldrei eins dagur. Ég er kanski búin að plana að gera eitthvað þann daginn en ég geri ekkert að því og geri eitthvað allt
annað.
 
Texti:: Atli Már Ragnarsson og Óli Ragnar Alexanderson
Myndir: Kristinn Sædal
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024