Starfsfólk sýnir barnamyndir af þeim sjálfum
Starfsfólk SpKef verður með all sérstaka ljósmyndasýningu í húsakynnum Sparisjóðsins á Ljósanótt. Sýndar verða barnamyndir af starfsfólkinu á aldrinum eins til fimm ára. Hvort gestir fái að sjá myndir af starfsfólkinu í æskublóma, liggjandi á maganum berrassað á sauðskinnsgæru vitum við ekki en hitt er víst að þessi hugmynd að ljósmyndasýningu er skemmtileg og öðruvísi.