Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfsfólk Holtaskóla og Akurskóla efst í Lífshlaupinu
Fimmtudagur 16. febrúar 2017 kl. 06:00

Starfsfólk Holtaskóla og Akurskóla efst í Lífshlaupinu

Lífshlaupið stendur nú yfir og eru nokkur fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum sem taka þátt. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og eru landsmenn hvattir til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er.

Í flokki vinnustaða með 70 til 149 starfsmenn er Akurskóli í Reykjanesbæ í 1. sæti. Holtaskóli í Reykjanesbæ er í efsta sæti í flokki vinnustaða með 30 til 69 starfsmenn. Njarðvíkurskóli er í 3. sæti í þeim flokki. Heilsuleikskólinn Háaleiti er svo í 5. sæti í flokki vinnustaða með 10 til 29 starfsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Lífshlaupinu skráir fólk alla hreyfingu sem nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum. Einnig er keppni á milli grunnskóla og framhaldsskóla og er miðað við 60 mínútur samtals á dag hjá börnum og unglingum.