Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfsfólk Grindavíkurbæjar fór á kostum
Skemmtinefndin gaf tóninn með glæsilegri frammistöðu, sungu lagið Franskar sósa og salat í tilheyrandi búningum; María Eir, Ásrún, Þorsteinn og Kristín.
Þriðjudagur 1. apríl 2014 kl. 13:17

Starfsfólk Grindavíkurbæjar fór á kostum

Með allt á hreinu á árshátíð.

Árshátíð Grindavíkurbæjar var haldin með pompi og prakt í Lava-sal Bláa Lónsins á laugardagskvöldið. Metþátttaka var á árshátíðinni eða um 270 manns. Þema kvöldsins var sótt í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar, söngva og gleðimyndina Með allt á hreinu, þar sem Stuðmenn og Grýlurnar fóru á kostum. Veislustjóri árshátíðarinnar var Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson og þá sýndu nemendur úr Verzló atriði úr söngleiknum sínum Með allt á hreinu.

Hápunktur kvöldsins var svo söngva- og hæfileikakeppni stofnana Grindavíkurbæjar. Þar buðu stofnanir bæjarins upp á hvert frábæra atriðið á fætur öðru. Sigurgöngu leikskólans Lautar lauk að þessu sinni því sameiginlegt lið bæjarskrifstofunnar/bóksasafns/fræðsluskrifstofu bar sigur úr bítum að þessu sinni eftir atkvæðagreiðslu dómnefnda skipuðum frá hverri stofnun. Laut fékk verðlaun fyrir skemmtilegasta atriðið. Það var svo Rokkabillíbandið og Matti Matt sem léku fyrir dans á frábærri árshátíð sem var í umsjá Hópsskóla að þessu sinni. Á næsta ári mun tónlistarskólinn sjá um árshátíðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir.

Einn af hápunktum kvöldsins var astraltertudansinn.

Bæjarskrifstofurnar/bókasafn/skólaskrifstofa, sigurvegarar Með allt á hreinu 2014. Þau tóku lagið Hvað er að ske, sem einnig er stundum nefnd Valur og jarðaberjamaukið, sem flutt var með Grýlunum á sínum tíma.

Afmælissöngurinn var sunginn fyrir Snorra Kristinsson (fyrir miðju) en hann fagnaði fimmtugsafmæli sínu á árshátíðinni. Með honum á myndinni eru Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Valgeir Guðjónsson veislustjóri.

Nemendur úr Verzló sýndu atriði úr söngleiknum Með allt á hreinu.

Miðgarður/Sambýlið buðu upp á stórbrotið búktalsatriði.