Starfsfólk Bláa Lónsins tekur þátt í ísfötu æðinu
Standast ísfötu-áskorun
Starfsfólk Bláa Lónsins ætla sér ekki að vera neinir eftirbátar þeirra út í heimi sem eru að hella yfir sig ísköldu vatni úr fötu fyrir gott málefni. Tvær hressar stelpur sem starfa í Lóninu, þær Erla og Heiða hafa þegar tekið þátt og er aldrei að vita nema fleira starfsfólk fylgi í kjölfarið. „Ice bucket challenge,“ eða ísfötu áskorunin er nýtt æði sem er að tröllríða heimsbyggðinni en fjölmargir frægir einstaklingar hafa staðist áskorunina, þeirra á meðal eru: George Bush fyrrum Bandaríkjaforseti, LeBron James, Bill Gates og Justin Bieber svo dæmi séu nefnd.