Starfsemi björgunarsveita í dvala
Regluleg stafssemi slysavarnafélaga landsins er um þessar mundir í dvala en öll félög hefja starfssemi innan tíðar. Oddur Jónsson er í forsvari fyrir slysavarnafélagið í Garði en í félaginu eru 15 virkir félagar en um 40 manns eru skráðir í félagið. Starfssemi hefst aftur um miðjan ágúst, þeir sem hafa áhuga á að starfa með félaginu eru hvattir til að mæta á fundi félagsins.
Björgunarsveitin - ávallt til taks
Vetrarstarf slysavarnafélagsins í Garði er mjög öflugt en félagsmenn þess hittast á fundum annan hvern mánudag auk þess sem svo kölluð vinnukvöld eru haldin reglulega. Slysavarnafélagið rekur björgunarsveitina Ægi sem er til taks 24 tíma á sólarhring og er viðbúin í útköll af öllu tagi. „Við höfum lagt áherslu á sjóbjörgun en slíkum útköllum hefur, sem betur fer, fækkað á síðustu árum“, segir Oddur. Björgunarsveitin hefur eina áhöfn á björgunarbátinn Hannes sem gerður er út frá Sandgerði. Sveitn gegnir einnig mikilvægu hlutverki í almannavörnum á Suðurnesjum. Félagar í björgunarsveitinni eru á aldrinum 17-50 ára en félagsmenn verða að hafa náð 20 ára aldri til að fara í útköll. „Það var stofnuð unglingadeild fyrir nokkrum árum en starfssemi hennar datt upp fyrir fljótlega. Við leyfum unglingum að starfa með okkur í sveitinni og koma á æfingar þó þau fari ekki í útköll“, segir Oddur og bætir við að þátttaka unglinganna veiti þeim mikla reynslu. Á hverju ári er stefnt á Tækjamót Slysavarnafélags Íslands þar sem tækji og bílar eru til sýnis. „Ferðin er í rauninni fjallaferð þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér bíla og tæki sem félagið hefur til afnota.“
Tækjabúnaður sveitarinnar er mjög góður, tveir slöngubátar eru til taks auk þess sem sveitin á tvo björgunarbíla. Aðstaða slysvarnafélagsins er í eigin húsum en félagið fékk þau til umráða fyrir 5 árum. Uppbygging húsnæðisins hefur að mestu verið unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum. Uppbyggingunni er að mestu lokið en félagið hefur fjármagnað byggingarnar með útleigu á húsunum. „Við leigjum út húsin undir tjaldvagna og fellihýsi á veturna“, segir Oddur. „Það hefur verið mikil ásókn í geymsluna hjá okkur og síðasta haust urðum við að vísa 80 manns frá.“ Í húsnæði félagsins er pláss fyrir 100 vagna en leigan hefur verið aðalfjármögnun slysavarnafélagsins. Félagið hefur einnig séð um gæslu á torfæru- og rallý cross keppnum til fjáröflunar.
Slysavarnadeild kvenna
Guðrún Pétursdóttir hefur gengt stöðu formanns kvennadeildarinnar í rúm 20 ár en deildin var stofnuð 10. mars 1934. Til að byrja með var aðaltilgangur deildarinnar fjáröflun fyrir björgunarsveitina en í dag fær björgunarsveitin fjárveitingar og styrki annarsstaðar frá og fjáröflun því ekki eins stór hluti af starfssemi kvennadeildarinnar. Hlutverk kvennadeild er í dag að taka þátt í björgunum með skyndiáfallahjálp og stuðningur við björgunarsveitamenn og aðstandendur. Í haust er fyrirhugað námskeið um forvarnir, áfallahjálp og stuðningshópa. „Það er alltaf hægt að kalla okkur út“, segir Guðrún en deildin hefur séð um veitingar fyrir leitarmenn við björgun.
Í kvennadeildinni eru 10-15 konur virkir meðlimir og alltaf þörf fyrir fleiri. Deildin hefur lengi reynt að fá konur til að mæta á fundi en erfiðlega hefur gegnið að fá yngri konur til starfa. „Það eru margar sem eru orðnar í eldri kantinum og alltaf þörf fyrir yngri konur til að taka við“, segir Guðrún. Allar konur, 14 ára og eldri eru velkomnar á fundi sem eru haldnir fjórum sinnum á vetri. „Þetta er skemmtilegt og gefandi starf“, segir Guðrún sem hefur verið í deildinni frá 18 ára aldri. Á fundum deildarinnar er oft kátt á hjalla, á síðasta ári fóru nokkrar félagskonur á Kvennaþing Landsbjargar auk þess sem deildin hefur farið í styttri ferðalög. Á síðasta ári fóru konurnar í Þórsmörk með Bjargvættinum.
Á hverju ári stendur deildin fyrir kleinusölu um miðjan maí en sá siður hefur haldist óbreyttur um margra ára skeið. Auk kleinusölunnar eru konurnar með sölu á jólakortum og blómum til fjáröflunar. Undanfarin ár hefur kvennadeild slysavarnafélagsins séð um leigu á sal í húsnæði slysavarnafélagsins. Í salnum er pláss fyrir 80-90 manns og öll aðstaða til fyrirmyndar, rúmgott eldhús og borðbúnaður fyrir 100 manns.
Björgunarsveitin - ávallt til taks
Vetrarstarf slysavarnafélagsins í Garði er mjög öflugt en félagsmenn þess hittast á fundum annan hvern mánudag auk þess sem svo kölluð vinnukvöld eru haldin reglulega. Slysavarnafélagið rekur björgunarsveitina Ægi sem er til taks 24 tíma á sólarhring og er viðbúin í útköll af öllu tagi. „Við höfum lagt áherslu á sjóbjörgun en slíkum útköllum hefur, sem betur fer, fækkað á síðustu árum“, segir Oddur. Björgunarsveitin hefur eina áhöfn á björgunarbátinn Hannes sem gerður er út frá Sandgerði. Sveitn gegnir einnig mikilvægu hlutverki í almannavörnum á Suðurnesjum. Félagar í björgunarsveitinni eru á aldrinum 17-50 ára en félagsmenn verða að hafa náð 20 ára aldri til að fara í útköll. „Það var stofnuð unglingadeild fyrir nokkrum árum en starfssemi hennar datt upp fyrir fljótlega. Við leyfum unglingum að starfa með okkur í sveitinni og koma á æfingar þó þau fari ekki í útköll“, segir Oddur og bætir við að þátttaka unglinganna veiti þeim mikla reynslu. Á hverju ári er stefnt á Tækjamót Slysavarnafélags Íslands þar sem tækji og bílar eru til sýnis. „Ferðin er í rauninni fjallaferð þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér bíla og tæki sem félagið hefur til afnota.“
Tækjabúnaður sveitarinnar er mjög góður, tveir slöngubátar eru til taks auk þess sem sveitin á tvo björgunarbíla. Aðstaða slysvarnafélagsins er í eigin húsum en félagið fékk þau til umráða fyrir 5 árum. Uppbygging húsnæðisins hefur að mestu verið unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum. Uppbyggingunni er að mestu lokið en félagið hefur fjármagnað byggingarnar með útleigu á húsunum. „Við leigjum út húsin undir tjaldvagna og fellihýsi á veturna“, segir Oddur. „Það hefur verið mikil ásókn í geymsluna hjá okkur og síðasta haust urðum við að vísa 80 manns frá.“ Í húsnæði félagsins er pláss fyrir 100 vagna en leigan hefur verið aðalfjármögnun slysavarnafélagsins. Félagið hefur einnig séð um gæslu á torfæru- og rallý cross keppnum til fjáröflunar.
Slysavarnadeild kvenna
Guðrún Pétursdóttir hefur gengt stöðu formanns kvennadeildarinnar í rúm 20 ár en deildin var stofnuð 10. mars 1934. Til að byrja með var aðaltilgangur deildarinnar fjáröflun fyrir björgunarsveitina en í dag fær björgunarsveitin fjárveitingar og styrki annarsstaðar frá og fjáröflun því ekki eins stór hluti af starfssemi kvennadeildarinnar. Hlutverk kvennadeild er í dag að taka þátt í björgunum með skyndiáfallahjálp og stuðningur við björgunarsveitamenn og aðstandendur. Í haust er fyrirhugað námskeið um forvarnir, áfallahjálp og stuðningshópa. „Það er alltaf hægt að kalla okkur út“, segir Guðrún en deildin hefur séð um veitingar fyrir leitarmenn við björgun.
Í kvennadeildinni eru 10-15 konur virkir meðlimir og alltaf þörf fyrir fleiri. Deildin hefur lengi reynt að fá konur til að mæta á fundi en erfiðlega hefur gegnið að fá yngri konur til starfa. „Það eru margar sem eru orðnar í eldri kantinum og alltaf þörf fyrir yngri konur til að taka við“, segir Guðrún. Allar konur, 14 ára og eldri eru velkomnar á fundi sem eru haldnir fjórum sinnum á vetri. „Þetta er skemmtilegt og gefandi starf“, segir Guðrún sem hefur verið í deildinni frá 18 ára aldri. Á fundum deildarinnar er oft kátt á hjalla, á síðasta ári fóru nokkrar félagskonur á Kvennaþing Landsbjargar auk þess sem deildin hefur farið í styttri ferðalög. Á síðasta ári fóru konurnar í Þórsmörk með Bjargvættinum.
Á hverju ári stendur deildin fyrir kleinusölu um miðjan maí en sá siður hefur haldist óbreyttur um margra ára skeið. Auk kleinusölunnar eru konurnar með sölu á jólakortum og blómum til fjáröflunar. Undanfarin ár hefur kvennadeild slysavarnafélagsins séð um leigu á sal í húsnæði slysavarnafélagsins. Í salnum er pláss fyrir 80-90 manns og öll aðstaða til fyrirmyndar, rúmgott eldhús og borðbúnaður fyrir 100 manns.