Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Starfsbrautarnemar heimsóttu bæjarstjóra
  • Starfsbrautarnemar heimsóttu bæjarstjóra
Föstudagur 30. október 2015 kl. 10:00

Starfsbrautarnemar heimsóttu bæjarstjóra

- liður í áfanganum starfsnám á vinnustað

Í vikunni fóru nemendur á 3. og 4. ári af starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja í heimsókn til Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Kjartan sagði nemendum frá sínum helstu hlutverkum sem bæjarstjóri og sýndi þeim bæjarskrifstofurnar.

Heimsóknin er liður í áfanganum starfsnám á vinnustað en í áfanganum undirbúa nemendur sig fyrir þátttöku á vinnumarkaðinum og fá að kynnast fjölbreyttum stöfum og starfsheitum, áfanginn er í bland verklegur og bóklegur og fjallar um mikilvæga þætti sem nauðsynlegt er að þekkja og tileinka sér úti á vinnumarkaðinum.

„Við viljum nota tækifærið og þakka fyrirtækjum og starfsfólki þeirra á svæðinu fyrir jákvæð viðbrögð og gott samstarf þegar við höfum leitað til þeirra vegna starfsnáms og heimsókna nemenda,“ segir í tilkynningu frá starfsbrautinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024