Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfsbraut FS á Króknum
Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 11:53

Starfsbraut FS á Króknum

Nemendur á starfsbraut fóru á dögunum á Sauðárkrók og tóku þar þátt í stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskóla. Hér á eftir fer ferðasagan sem nemendur brautarinnar tóku saman og með fylgja nokkrar myndir sem þau tóku í ferðinni.

„Við í starfsdeild Fjölbrautaskólans lögðum land undir fót og fórum á stuttmyndakeppni starfsbrauta á Sauðárkróki 25. mars. Við mættum galvösk með okkar frábæru mynd. Það var lagt af stað frá Fjölbrautaskólanum kl. 8:00. Farið var með bílaleigubíl frá SG. Bílstjórinn var svolítið glæpsamlegur að sjá í fyrstu og vorum við heppin að halda ekki jarðarför í bílnum. Við stoppuðum í Hyrnunni í Borgarnesi og fengum okkur að borða og stoppuðum þar í dágóða stund. Síðan héldum við áfram en þá stoppuðum við aftur og núna var það á Brú og fengum okkur hamborgara og franskar. Eftir þetta stopp keyrðum við alla leið á Sauðárkrók og vorum við komin kl. 14:30. Við komum okkur fyrir í heimavistinni á Króknum kl. 16:30. Fóru sumir í sund og aðrir fóru t.d. í fótbolta eða voru bara eftir í húsinu.

Um kvöldið var svo aðalfjörið. Við fengum gott að borða en við fengum kjúkling og franskar. Svo þegar búið var að borða fóru allir yfir í skólann til að horfa á stuttmyndirnar. Þeir skólar sem tóku þátt voru 8 talsins: Borgarholtsskóli, Garðabær, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Kópavogur, Sauðárkrókur, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Skólinn sem sigraði þessa keppni var Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. En þeirra mynd var allt í lagi. Myndin hjá þeim heitir Skólareglan. Við ætlum að þakka fyrir frábæran akstur og allir höfðu gaman af þessari ferð og komust heilir heim.“

Myndin: Hressir nemendur starfsbrautar á ferðalagi á Sauðárkrók.


Hér má sjá myndasyrpu frá ferðalaginu á Sauðárkrók.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024