Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfið er líka áhugamálið - Tvær í 25 ár á leikskóla
Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, leikskólakennari á Heiðarseli.
Fimmtudagur 29. október 2015 kl. 14:04

Starfið er líka áhugamálið - Tvær í 25 ár á leikskóla

- Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn á Heiðarsel

„Börnin eru alltaf einlæg og námsfús svo það er alltaf gaman,“ segir Ólöf Sigurrós Gestsdóttir leikskólakennari sem starfað hefur á heilsuleikskólanum Heiðarseli frá opnun fyrir 25 árum. 

Ólöf segir starfið á leikskólanum hafa breyst svolítið á aldarfjórðungi. Þegar leikskólinn var fyrst opnaður dvöldu börnin þar aðeins í fjóra til sex tíma á dag en núna eru þau flest í átta tíma. „Í þá daga voru heldur ekki öll börn sem fóru á leikskóla. Í upphafi var skólinn tvísetinn og sum barnanna fóru heim um hádegi og önnur mættu þá. Núna höfum við því meiri tíma til að vinna með börnunum í gegnum leik. “  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólöf segir það mest gefandi við leikskólakennarastarfið að vinna með börnunum, kynnast frábærum foreldrum og öllu samstarfsfólkiu. „Það er alltaf gaman hérna,“ segir hún. Aðspurð hvort hún verði aldrei leið á starfinu segir hún það fjarri lagi. „Nei, ég held að þetta sé líka áhugamálið mitt, starfið okkar hér.“

VF ræðir einnig við Sigríði Hrönn Guðmundsdóttur, matráð Heiðarsels, sem segir grjónagrautinn alltaf vinsælustu máltíðina á leikskólanum. Þá er fjallað um skemmtilegar aðferðir við kennslu í læsi sem kennarar á Heiðarseli beita.

Hér má sjá innslagið um Heiðarsel úr Sjónvarpi Víkurfrétta.