Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfa neðansjávar fyrir sjómenn
Guðmundur Ólafsson og Þórir Egilsson, starfsmenn hjá Köfunarþjónustu Sigurðar ehf.
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
mánudaginn 3. júní 2019 kl. 05:00

Starfa neðansjávar fyrir sjómenn

Það eru mörg fyrirtæki sem koma óbeint að sjómennsku. Eitt þessara fyrirtækja er Köfunarþjónusta Sigurðar ehf. en starfsmenn þaðan voru staddir á bryggjunni þegar blaðamaður Víkurfrétta var á kajanum.

Guðmundur Ólafsson er sportkafari og Þórir Egilsson er atvinnukafari að mennt en þeir voru á leið til starfa fyrir línubátinn Hafdísi SU 220.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum alltaf að vinna með sjómönnum út um allt land og sjáum um það sem þarf að gera neðansjávar,“ segir Þórir og Guðmundur bætir við: „Nú erum við að þrífa vatnstank, skera úr skrúfunni spotta og fleira. Svo sjáum við um að skipta um keðjur á flotbryggjum en þær ryðga og tærast með tímanum.“

„Þetta er mjög fjölbreytt starf og skemmtilegt. Á meðan ég kafa þá sér Gummi um allt að ofanverðu. Ég er tengdur við kapal sem sér mér fyrir lofti, myndavél, ljósi og samskiptum en þetta er allt tekið upp á myndband,“ segir Þórir.