Starf Félags harmoníkuunnenda hafið
Nýtt starfsár er nú hafið og þátttaka í æfingum hefir verið með besta móti í haust. Þeir félagar sem enn hafa ekki séð sér fært að mæta eru hvattir til að endurskoða afstöðu sína. Eins eru nýir aðilar boðnir velkomnir og þá ekki síður yngra fólk sem áhuga hefir á harmoníkuleik.Vakin er athygli á því að þótt fólk leiki ekki sjálft á hljóðfærið, er því frjáls aðgangur að félaginu og æfingum á þess vegum. Vitað er um allmarga sem eru í harmoníkunámi á Suðurnesjum og er það vel. Þessa nemendur bjóðum við velkomna, sem aðra á æfingarnar til að kynnast því sem þar fer fram. Jafnframt bjóðum við þeim er annast tilsögn í harmoníkuleik að koma við á þeim kvöldum, hafi þeir hug á.Fram til mánaðarmóta nóv.-des., verða fastar æfingar á miðvikudögum kl. 20:00 að Suðurvöllum 5, en eftir það verður aðstaðan flutt um set. Framhaldsaðalfundur F.H.U.S. verður haldinn nú á haustdögum. Fara þá fram venjuleg aðalfundarstörf og eru félagar hvattir til að gera skil árgjalda svo þeir haldi réttindum sínum til fundarsetu. Gjaldkeri F.H.U.S. Baldur Guðjónsson gefur mönnum frekari upplýsingar sé þeirra þörf. Árgjöldum er sem fyrr stillt mjög í hóf og hver fjölskylda greiðir aðeins árgjald fyrir einn aðila sem skráður er í félagið úr þeim hópi.Nú þegar hafa nýir félagar bætst í hópinn og m.a. með þeirra styrk hafa æfingar nú í haust verið svo vel sóttar. Eitt vil ég minna á og þá einkum beina orðum mínum til hinna yngri sem nú eru í námi. Eftir u.þ.b. tvö ár stendur fyrir dyrum Landsmót harmoníkuunnena en slík mót eru haldin á þriggja ára fresti og þar gefst ungum sem öldnum tækifæri til að koma fram, einum eða með öðrum og leika lög sjálfum sér og öðrum til ánægju. Mótið verður að þessu sinni haldið á Ísafirði en þar má segja að vagga harmoníkukennslu hafi staðið mörg undangengin ár og þar hafa mörg ungmenni náð sínum fyrstu tökum á hljóðfærinu. En ekki má þó gleyma öðrum fjölmörgum sem hafa annast leiðbeininngar víða um land. Við hinir eldri höfum tekið þátt í landsmótum nokkrum sinnum en yngra fólkið okkar vantar enn.Gleymum því ekki að harmoníkan nær yfir háklassík að útivistarlögum, frá hljómleikasölum að tjaldsvæðum. Stöndum saman og stuðlum að vexti og viðgangni hennar í okkar heimabyggð.Megi harmoníkan hljóma sem víðast og best.Gestur Friðjónssonform. F.H.U.S.