Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 26. júlí 2002 kl. 09:06

Stapinn færður í nútímalegt form

Talsverðar breytingar eiga sér stað í Stapanum þessa dagana. Margt var í ólagi s.s. vatnslagnir og rafmagn og er verið að vinna að því að endurbæta það ásamt ýmsu öðru. Þá er verið að setja upp nýtt hljóðkerfi sem á að vera eitt það besta á landinu sem og nýtt ljósakerfi.

Það mun koma gestum Stapans mjög á óvart hversu miklu er búið að breyta í húsinu en flokkur iðnaðarmanna er þar nú að störfum. Það eru bæði eigendur Stapans og rekstraraðilar sem standa að þessum breytingum í sameiningu enda var kominn tími á breytingu á einum þekktasta ballstað landsins. Að sögn Haraldar Helgasonar, rekstraraðila Stapans, var ákveðið að færa staðinn í nútímalegt form þar sem boðið verður upp á ýmsa nýja möguleika, s.s. internet og tölvutengingu.
Áætlað er að verkinu verði lokið 9. ágúst en þá ætlar Stapinn að opna aftur eftir hlé og mun hann án efa koma sterkur inn á ballmarkaðinn sem hefur verið með rólegra móti í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024