Stanslaus dansgleði í Listdansskóla Reykjanesbæjar
Það ríkir mikil eftirvænting og tilhlökkun í Bryn Ballett akademíunni þessa vikuna, því að fyrsta dansbikarkeppni skólans verður haldin 20. mars í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og hefst kl. 14:00.
Keppt er í þremur aldursflokkum 10-12, 13-15 og 16 ára og eldri í bæði hópa- og einstaklingskeppni. Keppendur hafa verið að æfa sig á fullu og hafa haft fría aðstöðu í skólanum til afnota fyrir æfingar. Öll dansatriði eru frumsamin af nemendunum sjálfum, keppendur finna einnig til tónlist og búninga. Um þrjátíu dansatriði eru í keppninni.
Dómnefnd skipuð fimm dómurum mun velja frumlegustu og flottustu dansatriðin í Dansbikar BRYN 2010. Veitt eru verðlaun í öllum þremur aldursflokkum, verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin og farandbikarar fyrir fyrsta sætið. Aðgangseyrir er 500 kr. Miðasala er hafin í afgreiðslu skólans, einnig verða seldir miðar í miðasölu Andrews leikhússins á keppnisdeginum sjálfum frá kl. 13:00.
Það er heilmargt um að vera í sumar hjá Bryn Ballett Akademíunni, strax eftir páska hefst Salsa, 6. vikna sjóðheitt námskeið fyrir pör og einstaklinga. Frír kynningartími haldinn miðvikudaginn 7. apríl og er skráning hafin fyrir námskeiðið á netfangið: [email protected]
Sumarönnin hjá BRYN hefst 26. apríl- 31. júlí og stendur yfir í 14 vikur. Stór vorsýning nemenda verður í endaðan maí í Andrews leikhúsinu þar sem allir nemendur taka þátt. Gestakennarar koma í heimsókn yfir sumarönninna og kenna ýmsa dansstíla. Áfram verður í boði dans fyrir allann aldur, frá 3ja ára og uppúr: Ballett, Jazzballett, Nútímadans, Breik, Steppdans, Salsa og fleira.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.bryn.is