Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stangaveiðimenn mættir á makrílvaktina við Keflavíkurhöfn
Það var þéttskipað af veiðimönnum í góða veðrinu við Keflavíkurhöfn fyrir helgina.
Sunnudagur 26. júlí 2015 kl. 08:00

Stangaveiðimenn mættir á makrílvaktina við Keflavíkurhöfn

Hinar árlegu makrílveiðar við Keflavíkurhöfn virðast vera komnar á fullt ef marka má þann stóra hóp stangaveiðimanna sem ljósmyndari Víkurfrétta hitti á Keflavíkurhöfn núna fyrir helgi. Voru fjölmargir veiðimenn staddir á höfninni, ungir sem aldnir og voru þeir allir að spreyta sig á makrílveiðum.

Misjafnar sögur fóru þó af árangri veiðimanna, sumir höfðu aflað vel en aðrir illa eins og gengur. Veiðin virtist ganga betur hjá þeim sem stóðu yst á bryggusporðinum en þar höfðu menn fengið nokkra veiði. Tveir ungir veiðimenn stóðu aðeins innar á bryggjunni og sögðust þeir ekki hafa veitt neitt.

Ekki var Keflavíkurhöfn þó eini veiðistaður makrílveiðimanna því ef ekið var meðfram sjónum við Reykjanesbæ, bæði Bakkastíg og Ægisgötu, mátti sjá veiðimenn hér og þar vera að reyna sig við makrílveiðar. Þá mátti sjá glitta í áhugasama veiðimenn sem stóðu í fjarska undir klettunum við Bergið.
 
Þessir ungu menn sögðust ekki hafa fengið neitt ennþá en ætluðu alls ekki að gefast upp og voru hinir hressustu
 
Besta veiðin var yst á bryggjusporðinum og þar voru menn önnum kafnir við makrílveiðarnar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024