Stafnesvegur 3 er Jólahús Sandgerðisbæjar 2007
Á Þorláksmessu voru veitt verðlaun fyrir fallega skreytt jólahús í bænum við hátíðlega athöfn í Vörðunni. Boðið var upp á heitt súkkulaði, konfekt og smákökur og systkinin Sigurður Jónsson og Sandra Dögg Jónsdóttir spiluðu nokkur falleg jólalög. Frá þessu er greint á samfélagsvefnum 245.is
Jólahúsið í Sandgerði í ár er að Stafnesvegi 3, fallega skreytt hús sem tekið er eftir. Eigandi þess er Grétar Pálsson.
Jólahús barnanna er á Holtsgötu 34, sannkallað ævintýri fyrir börnin. Eigandi þess eru Jónas Jónsson og Hulda Jóhannsdóttir.
Fyrir fallegustu gluggaskreytingarnar varð Miðhús fyrir valinu. Frábært er að sjá hvað eldri borgarar eru duglegir að skreyta glugga sína. Það var Fanney Sæbjörnsdóttir sem tók við viðurkenningunum fyrir hönd Miðhúsa.
Mynd: Frá verðlaunafhendingu. F.v. Fanney Sæbjörnsdóttir , Jónas Jónsson, Grétar Pálsson
Texti og myndir: 245.is
Fleiri myndir af verðlaunahúsum er að finna á vefnum www.245.is