Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stærsta veggmálverk á Íslandi gert í Keflavík
Sunnudagur 7. júlí 2013 kl. 10:55

Stærsta veggmálverk á Íslandi gert í Keflavík

Listamenn alls staðar úr heiminum ætla að mála gamla vatnstankinn við Vatnsholt fyrir Ljósanótt.

Hin alþjóðlegu samtök Toyista eru ánægð með að tilkynna verkefnið UPPSPRETTA. Um er að ræða endurgerð á gömlum vatnstanki í Reykjanesbæ sem mun vera málaður í Toyískum stíl. Samtök Toyista voru stofnuð í Emmen í norður Hollandi árið 1992 af listamanninum Dejo.

Tankurinn er 400 fermetrar, er við Vatnsholt í Keflavík og og munu listamenn allstaðar að úr heiminum koma til Reykjanesbæjar. Allir meðlimir starfa undir nafnleynd og bera grímur meðan á vinnu eða sýningum stendur. Hugmynd samtakanna er sú að listin sé stærri en nafnið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Upphaf verkefnisins er 24. 7. 2013 en opnun á verkinu er tengd ljósanótt og verkið mun vera opinberað með pompi og pragt 7. september. Reykjanesbær hefur veitt verkefninu afar góðan stuðning sem og fyrirtæki í bænum sem styðja undir verkefnið með styrkjum.

Alls munu 11 listamenn vinna að verkinu en þeir koma frá Hollandi, Malasíu,  Rúmeníu og Íslandi svo eitthvað sé nefnt. Þegar verkinu er lokið mun Reykjanesbær búa yfir stærsta veggmálverki á Íslandi.

Til að fagna þessum atburði, hefur verið sett upp upplýsingastöð á glerblástursverkstæði Iceglass við Duus húsin í Grófinni 2, í Reykanesbæ, þar sem allir sem hafa áhuga á að vita meira um verkefnið geta komið við.

„Við þökkum samfélaginu fyrir stuðning þeirra við þetta verkefni og fleiri upplýsingar er hægt að nálgast í síma +354 857 0850 hjá hinum íslenska Toyista UUlUU“, segir í tilkynningu.