Stærsta þorrablót landsins?
Þorrablót Suðurnesjamanna, um 700 manna veisla sem Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir standa fyrir í sameiningu, fór fram í Garðinum um nýliðna helgi. Þorrablótið tókst vonum framar og skemmtu gestir sér fram eftir nóttu.
Meðfylgjandi myndasafn inniheldur ljósmyndir frá þorrablótinu sem jafnvel er stærsta þorrablótið sem haldið er á landinu í ár.