Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. maí 2002 kl. 14:08

Stærsta sjómannahátíð landsins í Grindavík

Sjóarinn síkáti, sjómanna- og fjölskylduhátíð, fer fram í Grindavík sjómannadagshelgina 1.-2. júní. Að sögn Hermanns M. Sigurðssonar, formanns sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur þá telur hann líklegt að þetta sé stærsta sjómannahátíð sem haldinn verður á landinu. Meðal skemmtanna verða sprell leiktæki og kraftakeppni í umsjón Magnúsar Ver, kraftajötuns. Þá verður einnig sjómannadagsball í Festi undir veislustjórn Ómars Ragnarssonar. Á sjálfan sjómannadaginn, sunnudag, verða ýmis hátíðarhöld við höfnina. Þá mun Ottó Magnússon íslandsmeisari í klakaskurði sýna listir sýnar ásamt fleirum skemmtanahöldum í Grindavík á þessari glæsihátíð með þéttskipaðri dagsskrá. Útvarpsstöðin Bylgjan verður með beina útsendingu frá Grindavík yfir helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024