Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stærsta jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar
Föstudagur 2. ágúst 2013 kl. 13:28

Stærsta jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar

Í vikunni buðu Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð um umhverfi Atlantshafshryggjarins, hann er hluti af miðhafshryggjarkerfinu sem er um 75.000 langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Gengið frá Reykjanesvita með ströndinni út á Reykjanestá á þessari leið má sjá hvernig Atlantshafshryggurinn gengur á land.

Leiðsögumaður var eins og vanalega Rannveig Garðarsdottir og gestaleiðsögumaður að þessu sinni var Eggert Sólberg Jónsson verkefnisstjóri Jarðvangs á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndasafn frá gönguferðinni má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta hér.