Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Stærsta Grjótakrabbaveisla í Evrópu í Fræðasetrinu
Föstudagur 24. september 2010 kl. 09:35

Stærsta Grjótakrabbaveisla í Evrópu í Fræðasetrinu


Hin árlega vísindavika Rannís fór fram nú í vikunni og að því tilefni stóðu Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði, Náttúrustofa Reykjaness og Fræðasetrið í Sandgerði að kynningu á nýjum landnema við Íslandsstrendur, Grjótkrabba, sem er talinn hafa borist til Íslands með ballesttönkum skipa.
 
Fulltrúar Háskólasetursins, sem stundað hafa rannsóknir á krabbanum, sögðu frá þessum nýja landnema.  Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness sá um að elda krabbann og fræddi gesti um hvernig ætti að bera sig að því að borða kræsingarnar. Gestir kunnu greinilega að meta hinn ljúffenga krabba, enda voru borðaðir á annað hundrað krabbar. 

www.245.is greinir frá.

Ljósmynd: Reynir Sveinsson. Á myndinni má m.a sjá Ólaf Þór Ólafsson, bæjarfulltrúa og Sigrúnu Árnadóttir, bæjarstjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024