Stærsta geitungabú ársins
Meindýraeyðirinn Ragnar Guðleifsson komst heldur betur í hann krappan þegar hann var kallaður til í einbýlishús í Reykjnesbæ í dag vegna þess að eigendur hússins höfðu orðið varir við einn og einn geitung undanfarið. Í ljós kom svo stærsta geitungabú sem Ragnar hafði séð í ár en búið er um 30 cm hátt og sjá má myndir af smíðinni sem ljósmyndari Víkurfrétta tók.
Íbúarnir voru fjölmargir en flestir þeirra voru ekki með lífsmarki lengur
Búið er engin smásmíði eins og sjá má