Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Stærsta ferð Fjórhjólaævintýrsins í Grindavík
Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 10:29

Stærsta ferð Fjórhjólaævintýrsins í Grindavík

Ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri í Grindavík fékk um 200 manna hóp frá Belgíu á dögunum í stærsta túr sem fyrirtækið hefur skipulagt fram að þessu. Um 60 fjórhjól, 24 súperjeppar ásamt fleiri farartækjum fóru með belgíska hópinn um Grindavík og nágrenni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferðinni farið heitið í Eldvörp þar sem 6 jarðfræðingar tóku á móti hópnum til að fræða þá um svæðið. Að sögn Kjartans Sigurðssonar hjá Fjórhjólaævintýrinu gekk ferðin mjög vel og voru gestirnir afar ánægðir með hvernig til tókst. Hópurinn kom saman við Salthúsið sem sá gestunum fyrir veitingum.



Frá þessu er sagt á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is