Stærðfræðiátak í Garði
Þessa vikuna stendur yfir stærðfræðiátak hjá öllum nemendum Gerðaskóla. Það fer fram á þann hátt að stærðfræðitímum er fjölgað um tvo hvern dag en önnur fög lögð til hliðar á meðan.
Með þessu átaki ná nemendur gjarnan að tileinka sér umtalsverða þekkingu miðað við hefðbundið skipulag, að því er fram kemur á heimasíðu Garðs. Kennarar hafa undirbúið átakið með því að útbúa mikið af stærðfræðiþrautum og efni auk þess sem auðvelt er að nálgast það á vefnum þar sem kennslustofur eru mjög vel tækjum búnar í Gerðaskóla.
Siðustu daga hefur t.d. mátt sjá nemendahópa út um allan skóla mælandi gólffleti og fleira, greinilega í tengslum við átakið.
Segir á heimasíðu Garðs að gott væri ef átakið myndi ekki aðeins auka þekkingu nemenda í greininni heldur einnig að einhverjum yrði ljóst hve skemmtileg stærðfræði er í raun.
Með þessu átaki ná nemendur gjarnan að tileinka sér umtalsverða þekkingu miðað við hefðbundið skipulag, að því er fram kemur á heimasíðu Garðs. Kennarar hafa undirbúið átakið með því að útbúa mikið af stærðfræðiþrautum og efni auk þess sem auðvelt er að nálgast það á vefnum þar sem kennslustofur eru mjög vel tækjum búnar í Gerðaskóla.
Siðustu daga hefur t.d. mátt sjá nemendahópa út um allan skóla mælandi gólffleti og fleira, greinilega í tengslum við átakið.
Segir á heimasíðu Garðs að gott væri ef átakið myndi ekki aðeins auka þekkingu nemenda í greininni heldur einnig að einhverjum yrði ljóst hve skemmtileg stærðfræði er í raun.