Fimmtudagur 11. mars 1999 kl. 22:09
STÆLTU STÓÐHESTUNUM FRESTAÐ
Leikfélag Keflavíkur hefur frestað frumsýningu á Nýsjálenska gamaleikriti, Stæltu stóðhestunum, vegna veikinda Andrésar Sigurvinssonar leikstjóra. Er nú stefnt að frumsýningu aðra helgina í apríl. Boðsbréfin, sem gefin hafa verið árshátíðar- og þorrablótsgestum, gilda áfram þrátt fyrir frestunina.