Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Óliver Már Elvarsson
Óliver Már, þjónn á Fernando's
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 4. júlí 2022 kl. 07:00

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Óliver Már Elvarsson

Plan B alveg út um gluggann

„Þetta var í raun bara heppni hjá mér,“ segir Óliver Már þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist erfitt að finna sumarvinnu. Þá segir hann lítið vera í boði fyrir ungt fólk á vinnumarkaðnum. Í sumar ætlar Óliver Már að vinna sem þjónn á veitingastaðnum Fernando’s. 

Af hverju ákvaðstu að sækja um þessa vinnu?

Ég ákvað að sækja um á þessum stað því hann er nálægt húsinu mínu og pabbi minn þekkir manninn sem á Fernando’s.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Ég er að þjóna fólki, þrífa borð, ganga frá diskum og glösum og hella upp á drykki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína?

Það skemmtilegasta við vinnuna mína er að ég fæ kvöldmat á hverri vakt og maturinn er mjög góður.

Hvar sóttir þú um fyrir sumarið?

Ég sótti reyndar ekki um neina vinnu nema vinnuna sem ég er í núna. Ég reyndar sótti ekki einu sinni um hana, pabbi minn sendi bara á Francisco og hann sagði að ég gæti farið í prufur næsta dag og svo var ég bara allt í einu kominn með vinnu.

Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu?

Mér fannst það frekar létt en var alveg stressaður að ég myndi ekki finna neitt, þetta var í raun bara heppni hjá mér.

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna?

Mér finnst staða ungs fólk á vinnumarkaðinum vera bara frekar fín, flestallir vinir mínir eru komnir með vinnu en ef maður er ekki kominn með vinnu núna þá er það örugglega orðið of seint.

Fannst þér mikið í boði fyrir fólk á þínum aldri?

Mér finnst alveg ágætlega mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri en það mætti alveg vera meira.

Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði?

Mér finnst eins og bærinn ætti að útvega vinnu fyrir fólk á mínum aldri sem er ekki með vinnu og mér finnst mjög skrítið að þau ákváðu bara að taka minn aldurshóp úr bæjarvinnuni í ár, þá fór plan B alveg út um gluggann.