Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Gunnhildur Hjörleifsdóttir
Gunnhildur Hjörleifsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 27. júní 2022 kl. 09:51

Staða ungmenna á vinnumarkaði: Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Gunnhildur Hjörleifsdóttir er sautján ára, í sumar ætlar hún að vinna í fiski. Hún spilar fótbolta með Keflavík og ætlar að nýta sumarið í að æfa og ferðast innan- og utanlands. Gunnhildur segir fátt annað en vaktavinnu í boði fyrir ungt fólk.
Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu?

Þetta er mjög þægilegur vinnutími og svo eru líka góð laun í þessu.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Ég sé um það að pakka fiski.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína?

Það skemmtilegasta við vinnuna mína er að ég vinn með bestu vinkonum mínum og pabba mínum.

Fannst þér erfitt að finna sumarvinnu?

Þetta er fjórða sumarið mitt í fiski í röð, það var því ekki erfitt að finna mér vinnu yfir sumarið. 

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna?

Mér finnst staðan ekki nógu góð, það er lítið um vinnu fyrir ungt fólk sem er ekki í leit að vaktavinnu.