Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:04

ST. GEORGSGILDIÐ HELDUR VINÁTTUDAGSt.

St. Georgsgildið í Keflavík hefur hafið vetrarstarf sitt og er næsti fundur 3.nóvember í Skátahúsinu við Hringbraut. St. Georgsgildi eru sjö hérlendis og eru líka starfandi um allan heim. Markmið gildanna er fyrst og fremst að styðja við skátastarf og njóta samverustunda. Gildin hafa mikið samstarf og þau koma t.d. saman að vorinu til að halda hátíðlegan St. Georgsdag og á haustin er haldið upp á vináttudaginn og er næsti vináttudagur haldinn í Hafnarfirði 24.október í Fríkirkjunni kl.14.00. Þátttaka skal tilkynnt hjá Gunnu í síma 421-1659 og Matthildi í síma 421-2594, fyrir 17.október n.k. Ég vona að góð mæting verði og gaman væri að sjá nýja félaga sem vildu kynna sér þetta skemmtilega starf, núna eða á næsta fundi þann 3.nóvember. Félagar þurfa ekki að hafa verið skátar áður. Sértaklega væri gaman að sjá foreldr barna sem eru í skátafélögum. Kær kveðja, Guðrún Ásta Björnsdóttir, Gildismeistari.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024