SSSól í Stapa á laugardag
Stórdansleikur með SSSól, Helga Björns og Reiðmönnum vindanna, verður í Stapanum á laugardagskvöld. Í samtali við Víkurfréttir sagði Helgi Björnsson að það hafi verið kominn tími á að slá upp alvöru dansleik á Suðurnesjum.
„Við verðum að skemmta á árshátíð Samkaupa í Stapa þetta kvöld. Þegar árshátíðinni lýkur verður húsið opnað almenningi og þá sláum við upp dansleik með SSSól og Reiðmönnum vindanna. Við komum til með að byrja á Reiðmönnunum og skiptum síðan um gír og sláum upp alvöru Sólarballi“.
Helgi sagði það tilhlökkun að koma á ball í Reykjanesbæ. Tekin verði vinsæl Sólarlög og eins eru ný tökulög á spilunarlistanum. Miðasala verður við innganginn.