Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Spunameistari í Grindavíkurkirkju
Þriðjudagur 8. apríl 2008 kl. 14:05

Spunameistari í Grindavíkurkirkju



Spunameistarinn Hannfried Lucke heldur námskeið fyrir nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar í litúrgískum orgelleik II og III í Grindavíkurkirkju 15. apríl frá 10-12 og 13-16. Námskeiðið er opið áheyrendum og allir velkomnir. Hann kemur jafnframt fram á tónleikum Listvinafélags Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni „Töfrar orgelsins“í Grindavíkurkirkju sunnudagskvöldið 13. apríl kl. 20. Þar mun hann leika verk meistara orgeltónbókmenntanna auk þess sem hann mun leika af fingrum fram um gefin stef.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hannfried Lucke ólst upp í Freiburg í Suður-Þýskalandi og hlaut tónlistarmenntun sína við Ríkistónlistarháskólann í Freiburg, við Salzburg Mozarteum í Austurríki og við Tónlistarháskólann í Genf. Hann útskrifaðist í kirkjutónlist og með einleikarapróf. Árin 1989-91 var hann styrkþegi Þýska háskólaskiptinemasjóðsins. Árið 1991 hlaut hann heiðursverðlaun austurríska menntamálaráðherrans og 1993 fyrstu verðlaun Tónlistarháskólans í Genf.

Tónleikar og upptökur hafa borið Hannfried Lucke víða, til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada, Japan, Hong Kong og Ástralíu. Hljóðritanir hans hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar. Árið 2000 lauk hann m.a. upptökum á öllum orgelverkum Johanns Sebastians Bachs.

Árið 1997 tók hann við stöðu prófessors í orgelleik við Tónlistar- og listaháskólann í Graz í Austurríki og árið 2000 var hann skipaður yfirmaður orgeldeildar Tónlistarháskólans Salz¬burg Mozarteum. Þá er hann oft dómari í orgelkeppnum auk þess sem hann heldur meistaranámskeið bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.